Frístund / Lengd viðvera

Aðsetur Frístundar er í skólahúsinu Norðurgötu á Siglufirði.

1.-4. bekk er gefinn kostur á frístundastarfi strax að loknum skólatíma kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundastarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.

Fjallabyggð mun annast ferðir nemenda vegna Frístundar, milli skólahúss og íþróttahúss. 

Ef breyta þarf skráningu er hægt að hafa samband við Hólmfríði skólaritara í síma 464 9150 eða gegnum netfangið ritari@fjallaskolar.is Einnig veita Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri  erlag@fjallaskolar.is og Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála rikey@fjallabyggd.is upplýsingar ef þörf er á.

Markmið með starfinu er að sameina uppeldi og menntun við hæfi barnanna. Að þeim líði vel og fái notið sín í frjálsum leik, þar sem að sá tími sem að þau dvelja er í raun frítími barnannna.

Útivera. Á lóðum grunnskólans.  Ef veður er vont þá er frjáls leikur inni. Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og hafi auka föt í skólanum.

Frístund, val á vorönn 2020

 Skv. gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar 1. janúar 2019

 

 

Gjald fyrir vistun

Gjald fyrir hressingu

Samtals

1 tími á dag (á mánuði)

4.700

 2.100

6.800 (pr. mán)

1,5 tímar á dag (á mánuði)

7.050

2.100

9.150 (pr. mán)

Skólamáltíð

 

 

530 (pr. dag)

Mjólkuráskrift

   

2.500 (hálf skólaár)

 

Allar hugmyndir um starfið eru vel þegnar.

Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri

Grunnskóla Fjallabyggðar