Móttökuáætlun nemenda

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla 2011 þá ber grunnskólum að útbúa móttökuáætlun nýrra nemenda. Móttökuáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar er gerð til að auðvelda nýjum nemendum grunnskólans og foreldrum þeirra upphaf skólagöngunnar og tryggja að skólinn afli fullnægjandi upplýsinga um nýja nemendur. Lögð er áhersla á að nemendur og foreldrar finni að þeir séu velkomnir og að samstarf milli heimilis og skóla hefjist strax í upphafi. 

Við í Grunnskóla Fjallabyggðar tökum vel á móti öllum sem hefja nám í skólanum okkar.

Bilið milli leikskóla og grunnskóla brúað:
Tilvonandi nemendur í 1.bekk koma í skipulagðar heimsóknir yfir skólaárið með leikskólakennara. Í fyrstu heimsókn tekur skólastjóri á móti leikskólabörnunum og sýnir þeim skólahúsnæðið en í öðrum heimsóknum taka þau þátt í skólastarfinu hluta úr degi.

Þegar nemandi hefur nám í 1.bekk:

  • Nemandinn er skráður í skólann.
  • Nemandi og foreldrar koma í viðtal til umsjónarkennara á fyrsta degi skólaársins.
  • Farið er yfir helstu mál er varða nemanda og skóla.

Þegar nemandi hefur nám í 2.-10.bekk í byrjun skólaárs:

  • Nemandi er skráður í skólann.
  • Umsjónarkennari tekur á móti nemanda og foreldri.
  • Farið er í bekkjarstofu og yfir allar almennar upplýsingar um skólann.
  • Skólahúsnæði skoðuð, íþróttahús, sundlaug og þau svæði sem nemandi þarf að sækja á skólatíma.

Þegar nemandi hefur nám í 1.-10.bekk eftir að skólaár hefst: 

  • Nemandi er skráður í skólann.
  • Ritari lætur skólahjúkrunarfræðing, stjórnendur og umsjónarkennara vita.
  • Skipulagður er fundur nemanda, foreldra, umsjónarkennara og skólastjórnanda.
  • Farið er yfir allar almennar upplýsingar um skólann.
  • Skólahúsnæði skoðað og farið yfir þau svæði sem nemandi þarf að sækja á skólatíma.
  • Skólabyrjun nemandans ákveðin en áður þarf að vera búið að undirbúa bekkjafélaga og upplýsa starfsfólk skólans sem að nemandanum kemur.