Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald.

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Hlutverk skólaráðs

Samkvæmt reglugerð um skólaráð fyrir grunnskóla er hlutverk þess að:

  1. fjalla um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,
  2. fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
  3. taka þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,
  4. fylgjast með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
  5. fjalla um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,
  6. fjalla um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
  7. taka þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Sjá nánar reglugerð um skólaráð við grunnskóla 1157/2008

Skipun skólaráðs

 

 Skólaráð skal skipa níu einstaklingum til tveggja ára í senn.  Sjá reglugerð nr. 1157 /2008.

 

Skólaráð skipa tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks, tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu eða viðbótarfulltrúi úr hópi foreldra.

 

Skólaráð

Fyrir hönd foreldra: Sandra Finnsdóttir og Eygló Þóra Óttarsdóttir

Fulltrúi foreldrafélagsins er Elfa Sif Kristjánsdóttir

Fyrir hönd kennara: Gunnlaug Björk Guðbjörnsdóttir og Sigurlaug Guðjóns

Fyrir hönd annars starfsfólks: 

Fyrir hönd nemenda:

                 Aðalmenn: Sveinn Ingi Guðjónsson og Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir

 

                 Varamenn: Ragnhildur Vala Johnsdóttir og Jóhann Gauti Guðmundsson

 

 

 Skólastjóri og deildarstjóri sitja einnig í skólaráði.