- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Aðsetur skólavistunar er í húsnæði Neon Suðurgötu á Siglufirði.
Markmið starfsins er að sameina uppeldi og menntun við hæfi, að þeim líði vel og fái notið sín í frjálsum leik, þar sem sá tími sem þau dvelja er í raun frítími þeirra.
Skólavistun er í boði fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar. Starfstími þjónustunnar fylgir grunnskólaárinu. Foreldrar kaupa skólavistun mánuð fram í tímann og þurfa að láta vita fyrir 20. hvers mánaðar. Mjög mikilvægt er að fylgja þeirri reglu því greitt er fyrirfram fyrir þjónustuna.
Dagskrá er í umsjón Ragna Dís Einarsdóttir ragnadis@fjallaskolar.is Sími í lengdri viðveru er 8699150
Athugið að breytingar geta orðið á dagskrá skólavistunar.
Útivera fer fram á lóðum grunnskólans. Ef veður er mjög vont þá er frjáls leikur inni. Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og hafi aukaföt í skólanum.
Hressing: Ávextir, brauð eða kex með fjölbreyttu áleggi. Mjólk eða vatn til drykkjar.
Frjáls leikur: Börnin velja viðfangsefni inni eða úti eftir veðri.
Gjaldskrá skólavistunar og mötuneytis:
Systkinaafsláttur er veittur vegna barna á forræði forráðamanns/manna sem hér segir, að því tilskildu að þau eigi öll lögheimili í Fjallabyggð. − 50 % afsláttur vegna 2. barns. − 75% afsláttur vegna 3. barns. − Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjaldi. − Afsláttur er tengdur milli leikskóla og lengdrar viðveru. Yngsta barn greiðir fullt gjald.