Lengd viðvera

Aðsetur Lengdrar viðveru er í skólahúsinu Norðurgötu á Siglufirði.                            Sjá Frístund hér                           

Skráning fer fram hjá skólaritara í síma 464-9150

Staðfest skráning gildir fyrir einn mánuð í senn. Tilkynna þarf fyrir 20. hvers mánaðar ef breyting verður næsta mánuðinn.

Markmið starfsins er að sameina uppeldi og menntun við hæfi, að þeim líði vel og fái notið sín í frjálsum leik, þar sem sá tími sem þau dvelja er í raun frítími þeirra.

Lengd viðvera er í boði fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar. Starfstími þjónustunnar fylgir grunnskólaárinu. Foreldrar kaupa skólavistun mánuð fram í tímann og þurfa að láta vita fyrir 20. hvers mánaðar. Mjög mikilvægt er að fylgja þeirri reglu því greitt er fyrirfram fyrir þjónustuna.

Sími í Lengdri viðveru er 869-9150

Dagskrá er í umsjón Svövu Stefaníu Sævarsdóttur gsm 844-0489 svava.stefania@gmail.com

Athugið að breytingar geta orðið á dagskrá!

Útivera fer fram á lóðum grunnskólans. Ef veður er mjög vont þá er frjáls leikur inni.

Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og hafi aukaföt í skólanum.

Hressing: Ávextir, brauð eða kex með fjölbreyttu áleggi. Mjólk eða vatn til drykkjar.

Frjáls leikur: Börnin velja viðfangsefni inni eða úti eftir veðri.