- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Niðurstöður rannsókna sýna að stuðningur foreldra og þátttaka þeirra í skólastarfi skiptir miklu máli fyrir námsárangur barna og líðan. Velferð nemenda verður því best tryggð í góðu samstarfi foreldra og skóla. Foreldrafundir eru að hausti í hverjum bekk auk sameiginlegra skemmtana foreldra og nemenda. Nemendur mæta í viðtöl tvisvar á ári með foreldrum sínum.
Lögð er áhersla á gott upplýsingaflæði til foreldra í gegnum tölvusamskipti. Foreldrar hafa fengið lykilorð að Mentor sem veitir þeim aðgang að ýmsum upplýsingum sem varðar þeirra börn.
Heimili og skóli - Landssamtök foreldra hefur heimasíðu þar sem hægt er að nálgast helling af fróðleik og ráðum fyrir foreldra.
Hér er heimasíða Heimilis og skóla - Landssamtök foreldra