- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Þegar nemandi með sérþarfir hefur nám í skólanum:
Móttökuáætlun nemenda með sérþarfir í Grunnskóla Fjallabyggðar
Í 9. gr. reglugerðar um nemendur með sérþarfir nr. 585/2010 segir:
Auk almennrar móttökuáætlunar samkv. 16. gr. laga um grunnskóla skulu grunnskólar útbúa móttökuáætlun fyrir nemendur með sérþarfir. Í slíkri áætlun skal m.a. gera grein fyrir samstarfi innan skólans um skipulagi kennslunnar, aðbúnaði, aðstöðu, notkun hjálpartækja, skipulagi einstaklingsnámskrá, kennsluháttum og námsmati, hlutverki umsjónarkennara, sérkennara og annarra fagaðila innan skólans og samstarfi við foreldra. Tilgreina skal áform skólans um stuðning við nemendur með sérþarfir við nemendur til félagslegrar þátttöku og virkni í skólasamfélaginu, svo sem í félagslífi og tómstundastarfi skólans. Í slíkri áætlun skal einnig gera grein fyrir samstarfi við aðila utan skólans.
Samstarf um skipulag kennslunnar, einstaklingsnámsskrár, kennsluhætti og námsmat.
Notkun hjálpartækja og aðstaða
Ef nemandi þarf á hjálpartækjum að halda við nám sitt verður leitað allra leiða til að hafa þau tiltæk til náms. Einnig verður umhverfi og aðgengi skólans aðlagað eins og hægt er að þörfum hans. Leitast er við að hafa fjölbreytt úrval námsgagna og nýta tölvur og tölvuforrit til náms.
Stuðningur til félagslegrar þátttöku og virkni
Nemendum er veittur stuðningur í félagslegum aðstæðum eftir þörfum t.d. hópavinnu, verkgreinum, frímínútum og matsal. Við uppbrot í daglegu skólastarfi t.d. uppákomum á vegum skólans, vettvangsferðum, skólaferðum og ferðum í skólabúðum er sérstaklega gætt að því að allir nemendur viðkomandi árgangs geti tekið þátt á sínum forsendum. Einnig ef barn nýtir lengda viðveru eftir skólatíma þá fylgir stuðningur því þangað ef þurfa þykir.
Samstarf við aðila utan skólans
Samstarf er við félagsþjónustu Fjallabyggðar, skólaheilsugæslu, skólasálfræðing og talmeinafræðing og aðra þá sem vinna með viðkomandi börn. Umsjónarkennari og fulltrúi barns í stoðteymi sitja skilafundi og samstarfsfundi eftir þörfum. Fulltrúi barns í stoðteymi tekur að sér formennsku í þeim teymum sem eru mynduð vegna nemenda með sérþarfir sem fundar eftir þörfum hvers og eins. Samstarf við foreldra utan teyma eru hefðbundin foreldraviðtöl, samskipti gegnum Mentor, tölvupósti eða símtöl.
Einnig er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga ef nemandi er með skilgreinda fötlun eða alvarlega námserfiðleika.
1. Útskýra fyrirkomulag sérkennslu við skólann fyrir aðstandendum og nemandanum sjálfum.
2. Fá samþykki foreldra fyrir því að fá skýrslur/upplýsingar frá leikskóla eða fyrri skóla.
3. Fá upplýsingar frá foreldrum um stöðu nemandans varðandi:
a. Máltjáningu og málskilning
b. Sjálfshjálp – klæðir nemandinn sig sjálfur – fer hann hjálparlaust á salerni
c. Matarvenjur
d. Lyfjagjafir
e. Námsfærni
f. Félagslega aðlögun
g. Helstu styrkleika og veikleika
h. Umbunarkerfi eða annað sem notað hefur með barninu
i. Þörf fyrir sjúkraþjálfun/iðjuþjálfun/talþjálfun
j. Hversu sjálfbjarga hann er í sundi og íþróttum
4. Ræða um hversu meðvitaður nemandinn er um fötlun sína.
5. Ræða við foreldra um hvort þeir leyfi að rætt verði um fötlun nemandans við bekkjarfélaga og annað starfsfólk skólans/starfsfólk íþróttahús/aðra sem koma að skólastarfinu.
6. Ræða um þörf á aðlögun umhverfis/skólastofa/leikvöllur/fataklefar osfrv.
7. Ræða um hvernig nemandinn fer milli skóla og heimilis ef þörf krefur.
Mótökuáætlun nemenda með sérþarfir í Grunnskóla Fjallabyggðar