Þroskaþjálfi

Þroskaþjálfar starfandi við  Grunnskóla Fjallabyggðar:

Guðrún Rögnvaldsdóttir goa@fjallaskolar.is 

Margrét Guðmundsdóttir margret@fjallaskolar.is

          Þroskaþjálfi starfar samkvæmt hugmynda­fræði þroskaþjálfunar og siðareglum þroskaþjálfa.

Þroskaþjálfi hefur það verksvið að sinna nemendum sem eru með þroskafrávik, fötlun eða önnur sértæk vandamál. Hann sér um skipulagningu og undirbúning þjónustu sem þessir nemendur þarfnast. Starf þroskaþjálfa miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í athöfnum daglegs lífs. Starfið tekur mið af einstaklingsnámskrá og hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemenda fyrir stuðning í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Þroskaþjálfi starfar innan og utan almennra bekkjardeilda allt eftir þörfum nemenda hverju sinni.

Helstu verkefni þroskaþjálfa:

  • Gerir einstaklingsáætlun í samráði við umsjónarkennara, sérkennara, foreldra og aðra eftir því sem við á.
  • Metur færni einstaklinga
  • Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar – og námsgögn, og fylgir eftir settum markmiðum. Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila.
  • Sér um að allar upplýsingar skili sér til hagsmunaaðila skjólstæðings.
  • Tekur þátt í kennara – og starfsmannafundum
  • Veitir foreldrum skjólstæðings síns ráðgjöf og leiðbeiningar er lúta að fötlun hans.
  • Kemur að skipulagningu á stundaskrá fyrir skjólstæðinga sína
  • Sinnir teymisstjórn yfir nemendum sem honum er falið af stoðteymi, skólastjóra