Fjármálaleikar 2023 - 10. bekkur hafnaði í 2. sæti

10. bekkur
10. bekkur

Það var ánægjuleg stund í skólanum í vikunni þegar nemendum 10. bekkjar voru veitt verðlaun fyrir 2. sætið í Fjármálaleikunum 2023. Leikarnir, sem eru spurningakeppni milli grunnskóla í fjármálalæsi, eru haldnir ár hvert og það eru nemendur í 8. - 10. bekk víðs vegar að af landinu sem taka þátt. Það var Elsa Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi fjármálafyrirtækja á Íslandi, sem veitti nemendum verðlaunin, peningaupphæð að upphæð 100 þúsund krónur.

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur staðið sig vel í leikunum undanfarin ár en það er stærðfræðikennari unglingadeildar, Sigurlaug Ragna Guðnadóttir, sem heldur utan um keppnina hér hjá okkur. Glæsilegur árangur hjá þessum flottu nemendum okkar í 10. bekk og við óskum þeim innilega til hamingju.