14. nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra

14. nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra.
Í Grunnskóla Fjallabyggðar eru tveir nemendur og einn kennari með T1 sem er insúlínháð sykursýki. Í tilefni dagsins voru þau Halla, Gréta og Gabríel Grétar með fræðslu fyrir alla í 1.-5. bekk og mældu blóðsykurinn hjá þeim sem vildu.