Baráttudagur gegn einelti 2025

Baráttudagur gegn einelti
Baráttudagur gegn einelti

Baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert og í tilefni þess héldum við upp á daginn mánudaginn 10. nóvember. Markmið dagsins er að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Allir voru hvattir til að mæta í einhverju grænu eins og græni karlinn sem er verndari gegn einelti. Nemendur skólans unnu skemmtileg verkefni í hópum þvert á bekki. Þetta var góður dagur og eins sjá má á eftirfarandi myndum skemmtu nemendur sér vel.