Börnin bjarga

Börnin bjarga - 6. bekkur
Börnin bjarga - 6. bekkur
Sl. fimmtudag fengu nemendur 6. bekk kennslu í endurlífgun. Árið 2015 réðst Endurlífgunarráð Evrópu (ERC), með stuðningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), í átak nefnt Kids save lives, í þeim tilgangi að hvetja þjóðir heims til þess að innleiða markvissa endurlífgunarkennslu meðal grunnskólabarna. Árið 2018 ákvað Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu að innleiða sambærilegt verklag hérlendis í gegnum skólaheilsugæslu, undir heitinu Börnin bjarga. Kennsla í endurlífgun er orðinn hluti af skyldufræðslu skólahjúkrunarfræðinga um allt land.