Dagur íslenskrar náttúru

Sl. fimmtudag var Dagur íslenskrar náttúru og unnu nemendur mismunandi verkefni sem tengdust öll náttúrunni. 1. - 3. bekkur var með stöðvavinnu þar sem margt var í boði sem tengist því að upplifa náttúruna og útiveru. Dans, leikir og slökun voru hluti af dagskránni og svo var tekið til í blómabeðum og listaverk unnin úr afrakstrinum. 4. bekkur fór í fjallgöngu upp í Hvanneyrarskál og náði sér í efni úr náttúrunni til að búa til skemmtilegar náttúrumyndir. Nemendur 5. - 7. bekkjar fóru í göngutúr og fundu sér stað í náttúrunni og hlustuðu eftir hljóðum í náttúrunni. Þeir tóku svo felumyndir af sér úti í náttúrunni.

Fleiri myndir frá deginum má sjá hér.