Einar Mikael töframaður heimsótti 1. - 5. bekk

Töframaðurinn Einar Mikael og aðstoðarmaður
Töframaðurinn Einar Mikael og aðstoðarmaður

Töframaðurinn Einar Mikael heimsótti nemendur  1. – 5. bekkjar sl. miðvikudag. Hann sýndi frábær töfrabrögð og fékk aðstoð frá nemendum. Hann vakti mikla lukku bæði hjá nemendum og starfsfólki. Sýningin var í boði foreldrafélagsins og þökkum við kærlega fyrir okkur.