Í dag fengu nemendur 6. bekkjar góða heimsókn

Í dag fengu nemendur 6. bekkjar góða heimsókn en það var Snorri Másson sem kom á vegum Árnastofnunar með erindi sem heitir 
Handritin til barnanna en heimsóknin var í tilefni af því að í vor verða 50 ár liðin frá heimkomu handritanna.
Hann sýndi nemendum forn handrit og var með ýmsa fróðleiksmola um þennan forna arf. Nemendur voru áhugasamir og má sjá myndir af heimsókninni hér.