Myndir frá öskudeginum

Öskudagsfjör
Öskudagsfjör

Öskudagurinn var sl. miðvikudag og voru nemendur allra bekkja hvattir til að koma í búningum sem og starfsfólk. Óhefðbundin dagskrá var fram að hádegi hjá nemendum 1.-7. bekkjar. Sem dæmi um viðfangsefni dagsins voru ýmsir leikir, spil, þrautir, bingó, dans og draugaherbergi. Allir nemendur fóru heim eftir hádegismat.