Hamagangur að vori í gær, skólaslit á morgun

Í gær var síðasti kennsludagur og í tilefni þess komu nemendur saman við Norðurgötu, léku sér og leystu þrautir í blönduðum hópum. Veðrið var ekki beint sumarlegt en það kom ekki að sök og var dagurinn ljómandi góður. Myndir frá deginum er hægt að sjá hér. Á morgun eru skólaslit á þremur stöðum og hægt er að sjá hvernig þeim er háttar í frétt hér fyrir neðan.