Hvað er Einstakur apríl?

Einstakur apríl
Einstakur apríl

Þann 2. apríl var alþjóðlegur dagur einhverfunnar, en í apríl er vitundarvakning um einhverfu sem ber heitið Einstakur apríl.

 Við fögnuðum því með því að vera litrík, þar sem einhverfa er allskonar og engir tveir einhverfir eins. Nokkrir árgangar fræddust um einhverfu með því að horfa á myndbönd um einhverfu Myndband 1 Myndband 2

Smá fróðleikur um einhverfu og Einstakan apríl:

Við tölum um að einstaklingur sé einhverfur en ekki að hann sé með einhverfu. Þegar talað er um að einstaklingar séu með einhverfu er eins og þeir séu með sjúkdóm. Með því er einnig verið að rjúfa tengslin við einhverfa heilann þeirra. Þeir eru einhverfir og allt sem þeir sjá, skynja og tjá er í gegnum einhverfa heilann þeirra.

Fyrir nokkrum árum bar vitundarvakningin um einhverfu heitið Blár apríl.

 

En blái liturinn tengist samtökum sem kalla sig Autism speak, og hafa barist fyrir því að lækna og útrýma einhverfu. Þess vegna var nafninu breytt í Einstakan apríl.

 

 Eins var líka notað púslmerki, þar sem vantar eitt púsl í myndina, en það er niðrandi merking fyrir einhverfa einstaklinga.

Hægt er að lesa betur um þetta hér (á ensku): It’s time to leave the puzzle piece symbol in the past

Birna Hlín Hilmarsdóttir starfsmaður í stoðþjónustu GF tók saman upplýsingarnar.