Náttúrufræði í 10. bekk

Nemendur 10. bekkjar hafa verið að vinna með rafmagn í náttúrufræði. Þau gerðu tilraun með sítrónurafhlöðu og skrifuðu skýrslu. Þau settu koparskrúfu og zinkskrúfu í sítrónu og mældu spennuna. Svo tengdu þau saman tvær sítrónur með koparvír og mældu spennuna. Þetta var skemmtileg tilraun og gaman að sjá þetta virka.