Nordplus heimsókn frá Finnlandi og Svíþjóð

Nordplus heimsókn
Nordplus heimsókn

Dagana 22.-28. september dvöldu 15 nemendur frá Svíþjóð og Finnlandi, auk sex kennara, hjá okkur hér í Fjallabyggð en heimsóknin er hluti af Nordplus verkefni sem skólinn er þátttakandi í. Nemendur okkar heimsóttu þessa sömu nemendur til Svíþjóðar og Finnlands á síðasta skólaári og nú var komið að því að taka á móti þeim hingað til okkar. Umsjónarmenn verkefnisins hér eru þær Guðrún Unnsteinsdóttir og Kristín Brynhildur Davíðsdóttir.

Nemendurnir dvöldu á heimilum nemenda okkar og upplifðu þannig bæði íslenskt fjölskyldulíf ásamt skólastarfinu. Verkefnið gekk út á lestur og norrænar bókmenntir en allir nemendurnir lásu bókina Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson á sínu tungumáli og voru svo unnin ýmis verkefni upp úr henni. Þá fór hópurinn í vel heppnaða ferð til Hríseyjar þar sem skólinn þar var meðal annars heimsóttur. Auk þess kynntu nemendurnir sér ýmislegt sem er í boði hér í Fjallabyggð og við þökkum Síldarminjasafninu, Pálshúsi, Smíðakompunni og Fjallabyggð sérstaklega fyrir samstarfið. Einnig fær starfsfólk skólans og síðast en ekki síst þær fjölskyldur sem tóku nemendur inn þessa vikuna kærar þakkir.

Norræn samvinna sem þessi er skemmtileg, fróðleg og þroskandi reynsla fyrir nemendur og ánægjulegt að skólinn fái tækifæri til að taka þátt í slíku samstarfi.