Peppandi fyrirlestur hjá Kristjáni Hafþórssyni

Kristján Hafþórsson
Kristján Hafþórsson
Þann 27. október sl. heimsótti Kristján Hafþórsson frá peppandi.is skólann og hélt hvetjandi og skemmtilegan fyrirlestur fyrir 6.–10. bekk í boði foreldrafélagsins.
 
Fyrirlesturinn fjallaði um sjálfstraust, samskipti, hugrekki og mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi og vali. Kristján hvatti nemendur til að þora að vera þeir sjálfir, sýna öðrum virðingu og vera góð fyrirmynd í skólanum og utan hans.
 
Við þökkum Kristjáni og foreldrafélaginu kærlega fyrir frábæra stund!