Síldarminjasafnið bauð nemendum á síldarsöltun

Ung síldarstúlka
Ung síldarstúlka

Síldarminjasafnið bauð nemendum í 1. - 5. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar á síldarsöltunarsýningu. Það er gaman að segja frá því að í söltunargenginu eru nokkrir nemendur og starfsmenn skólans sem sýndu okkur hvernig vinnan fer fram á planinu. Við í skólanum viljum þakka Síldarminjasafninu fyrir skemmtilegt og fræðandi boð. Ekki var annað að sjá en að nemendur hafi skemmt sér vel eins og sjá má á eftirfarandi myndum frá skólanum og Síldarminjasafninu: