Staða umsjónarmanns við Grunnskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar

Starf umsjónarmanns við Grunnskóla Fjallabyggðar, starfsstöðina á Siglufirði er laust til umsóknar frá og með 1. júní 2023 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% starf.

Leitað er að starfsmanni með góða hæfni í samskiptum við börn og fullorðna, þolinmæði og útsjónasemi.

Menntun og reynsla:

· Réttindi til að aka bifreið fyrir 16 farþega auk ökumanns

· Iðnmenntun er kostur

· Reynsla af starfi með börnum er mikill kostur

 

Starf umsjónarmanns felur í sér að:

· starfa við og hafa umsjón með húseignum, tækjum og innanstokksmunum.

· taka þátt í ræstingu skólahúsnæðis ásamt skólaliðum.

· sjá um opnun/lokun húsnæðis og hafa eftirlit með húsnæðinu utan skólatíma ásamt því að annast lítilsháttar viðhald.

· hafa samskipti við iðnaðarmenn vegna viðhalds skólahúss

· annast gæslu á göngum skólans og skólalóð.

· sjá um að panta og taka á móti vörum.

· aka nemendum skólans í íþróttahús eða önnur hús skólans til að sækja kennslu.

· sendast og sækja aðföng.

 

Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Erla Gunnlaugsdóttir í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is eða í síma 8652030

Umsókn um starfið, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda, starfsferilskrá og eða greinargerð um með hvaða hætti umsækjandi uppfyllir kröfur auglýsinga, sendist á netfangið erlag@fjallaskolar.is

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí.