Stærðfræði og prjónaskapur

Það er gaman í stærðfræðitímum hjá 5. bekk. Áhugasamir krakkar og hugmyndaríkir sem þar eru. Einhverjir hafa fundið það út að stærðfræði og handavinna séu góð í bland. Hefðbundin tól og tæki eru stundum ekki á staðnum og þá er ráðið að finna eitthvað í staðinn. Blýantur og litur björguðu Hrafnhildi og prjónaði hún af fullum krafti á milli þess sem hún reiknaði. Og það var alveg samviskusamlega gert, tvö dæmi reiknuð - tvær umferðir prjónaðar. Allt gekk upp - vel nýttur stærðfræðitími. Og örugglega öll dæmin rétt.