Starfsfólk vs. 7.bekkur

Árlegi fótboltaleikurinn starfsfólk á móti 7.bekk var haldin á miðvikudaginn 19.maí. Þetta var erfiður leikur fyrir starfsmenn enda andstæðingarnir hörku spilarar! En leikurinn endaði í 1-0 fyrir starfsfólki, en það var hún Adda María sem skoraði í seinni hálfleik. Birgitta Þorsteins átti dauðafæri sem hún klúðraði alveg algjörlega. Sunna Björg var ótrúlega öflug enda uppalin í boltanum! Silla Gutta var valin leikmaður dagsins þar sem hún hélt hreinu marki, þrátt fyrir endalaus dauðafæri hjá 7.bekk. Nemendur í 7.bekk stóðu sig ótrúlega vel og enginn slasaðist.