Starfskynning 10. bekkjar í Fjallabyggð

Anton Elías Viðarsson, Steingrímur Árni Jónsson og Tinna Hjaltadóttir
Anton Elías Viðarsson, Steingrímur Árni Jónsson og Tinna Hjaltadóttir

Dagana 12.-15. maí tóku nemendur 10. bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í starfskynningu sem hluta af undirbúningi fyrir framtíðarnám og atvinnulíf. Nemendur fengu tækifæri til að heimsækja fjölbreytta vinnustaði bæði innan og utan sveitarfélagsins og kynna sér störf sem vekja áhuga þeirra.

Starfskynningin tókst einstaklega vel nemendur komu til baka með verðmæta reynslu og innsýn í raunverulegt starfsumhverfi. Markmiðið með verkefninu er að hjálpa ungmennunum um upplýstar ákvarðanir um náms- og starfsval í framtíðinni.

Þetta er mikil og góð reynsla fyrir krakkana og góð hvatning fyrir komandi framhaldskólanema.
Nemendur 10 bekkjar vilja þakka fyrir þetta frábæra tækifæri og hlýjar móttökur.

Höfundar fréttar eru:
Tinna Hjaltadóttir, Anton Elías Viðarsson, Steingrímur Árni Jónsson

Frétt tekin af vef Fjallabyggðar:

https://www.fjallabyggd.is/is/frettir/starfskynning-10-bekkjar-i-fjallabyggd-4