Stóra upplestrarkeppnin - lokakeppnin

Keppendur ásamt kennurum sínum
Keppendur ásamt kennurum sínum

Stóra upplestrarkeppnin (lokakeppnin) var haldin þann 7. maí sl. í Laugarborg Eyjafjarðarsveit. Gréta Mjöll Magnúsdóttir og Maja Kulesza  tóku þátt fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar og Ásgeir Úlfur Sigurjónsson var varamaður. Tveir nemendur úr Dalvíkurskóla, Grenivíkurskóla, Grunnskóla Fjallabyggðar, Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla kepptu sín á milli. Nemendur stóðu sig vel og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.