- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
Í morgun var öllum nemendum 8.-10. bekkjar boðið á leiksýninguna Vloggið í Tjarnarborg. Sýningin var í boði Þjóðleikhússins en verkið, sem er eftir Matthías Tryggva Haraldsson, er nýtt íslenskt verk sem leikhúsið fer með á um 20 staði allt land nú um þessar mundir. Leikstjóri verksins er Björn Ingi Hilmarsson.
Vloggið er spennandi hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube. Þau Konráð og Sirrý, sem leikin eru af þeim Kjartani Darra Kristjánssyni og Þóreyju Birgisdóttur, flytja heiminum mikilvæg skilaboð í von um að verða heimsfræg eða allavega að geta bjargað einhverjum unglingi frá glötun. En kannski snýst þetta, ómeðvitað um að fá viðurkenningu frá hinum krökkunum í skólanum.
Nemendur okkar skemmtu sér konunglega á sýningunni og við þökkum Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir komuna.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880