Þorrablót hjá nemendum 6.-10.bekkjar

Þorrablót var haldið hjá nemendum við Tjarnarstíg í dag. Nemendaráð hvatti nemendur og starfsfólk til að mæta í lopapeysum og ullarsokkum í tilefni dagsins. Guðmann mætti með gítarinn og hélt uppi fjörinu þar sem sungin voru m.a. þorralög  og tóku nemendur og starfsfólk undir.