Ungur nemur - gamall temur - Safn sem námsvettvangur hjá Síldarminjasafninu

Í vetur hafa nemendur á unglingastigi sótt valáfangann Safn sem námsvettvangur hjá Síldarminjasafninu. Námskeiðið miðar að því að fræða nemendur um hlutverk safna, skyldur þeirra og fjölbreytt störf. Eitt af viðfangsefnum vetrarins var að taka viðtöl við viðmælendur sem upplifðu síldarárin. Síðan unnu nemendur úr viðtölunum og ræddu efni þeirra í þessum hlaðvarpsþætti.
 
Smelltu HÉR til þess að hlusta á hlaðvarpið
 
Á Síldarminjasafninu eru ekki einungis varðveittir safngripir og aðrir munir - heldur er líka lagt mikið upp úr því að varðveita gömlu verkþekkinguna , hvort sem er við síldarsöltun, vinnu á síldarplani eða bátasmíði.
Nemendur í valáfanga á unglingastigi gengu í hlutverk síldarstúlkna og starfsmanna á síldarplaninu í gær og hlutu góða leiðsögn. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá afraksturinn en unga fólkið stóð sig með stakri prýði - og gat vel hugsað sér að fá sumarvinnu í síld.
 
Smelltu HÉR til þess að horfa á myndbandið