Útivistardagur hjá 6. - 10. bekk

Föstudaginn 9. september var haldinn útivistardagur 6. - 10. bekkjar í frábæru veðri. Nemendur og starfsfólk naut útiveru og fóru bekkirnir mismunandi leiðir í blíðunni. 6. bekkur gekk upp í Skeggjabrekkudal, 7. bekkur gekk út í Fossdal og 8. - 10. bekkur hafði um tvær leiðir að velja. Annars vegar að ganga upp frá Kleifum og inn Árdal og hins vegar upp Héðinsfjörð yfir Möðruvallaháls og koma niður í Skeggjabrekkudal. Allar göngurnar heppnuðust mjög vel þó svo að gangan úr Héðinsfirði hafi verið heldur löng. En veðrið lék við nemendur og starfsfólk eins og sjá má á myndunum.