Vinaliðaferð til Akureyrar

Í morgun fóru þeir nemendur sem voru vinaliðar fyrir jól í skemmtiferð til Akureyrar en slík ferð er umbun fyrir vel unnin störf við vinaliðaverkefnið. María Leifsdóttir sér um vinaliðaverkefnið og fór hún með 16 nemendur til Akureyrar í morgun og var skellt sér í sundlaug Akureyrar og skemmt sér þar góða stund. Rennibrautin var opnuð fyrir hópinn og vel nýtt og þeir allra hörðustu skelltu sér í kalda kerið við mikinn fögnuð þeirra sem horfðu á. Að sundferð lokinni var farið á Hamborgarafabrikuna og snætt hádegisverð áður en haldið var heim og klárað skólann. Hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar í morgun.