Opið hús - allir velkomnir í skólann

Nú loksins getum við farið að slaka á eftir langt Covid tímabil sem setti okkur svo fastar skorður að skólastarf var nánast í einangrun.

25.maí nk. ætlum við að hafa opin skólahús fyrir gesti og gangandi. Starfið verður hefðbundið skólastarf að mestu og nemendur við námið sitt eins og venjulega.

Í Norðurgötu verður opið fyrir gesti frá kl. 10:00-12:00 en í Tjarnarstíg frá 9:30-11:30.

Við verðum með heitt á könnunni og gestir geta gengið um og kíkt í skólastofur.

Með kveðju skólafólk