Verkalýðsdagurinn

Fyrsti maí, einnig nefndur Verkalýðsdagurinn, er Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks og Almennur frídagur á Íslandi.

Upphaf hans má rekja til ráðstefnu Alþjóðasamtaka Sósíalista í París 1889 sem haldinn var í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá því að Parísarbúar tóku hið fræga virki Bastilluna og blóðbaðsins á Haymarket torgi í Chicago tveimur árum fyrr, þar sem friðsamlegur samstöðufundur með verkamönnum sem voru í verkfalli þar sem þeir kröfðust átta klukkustunda vinnudags breyttist í blóðbað er dínamítsprengja var sprengd á svæðinu þegar lögreglan hugðist leysa fundinn upp.

Á ráðstefnunni varð 1. maí  fyrir valinu sem Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks þótt þeir tveir atburðir sem voru tilefni hennar hefðu ekki átt sér stað þann dag. Hertaka Bastillunnar var þann 14. júlí og blóðbaðið á Haymarket torgi þann 4. maí.

Á Íslandi var fyrsta kröfugangan gengin þann 1. maí 1923. Fyrsti maí er skilgreindur sem Frídagur verkafólks í almennum kjarasamningum og með lögum frá árinu 1966 sem almennur lögbundinn frídagur á Íslandi.

Heimild: 

Íslenskt almanak