3. sæti í Skólahreysti - glæsilegur árangur

Verðlaunaafhendingin: Grunnskóli Fjallabyggðar í 3. sæti.
Verðlaunaafhendingin: Grunnskóli Fjallabyggðar í 3. sæti.

Skólahreysti var haldin í íþróttahöllinni á Akureyri í gær  þann 4. maí kl. 20 og var keppnin sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Keppendur okkar voru þau Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, Thelma Dórey Pálmadóttir, Hlynur Freyr Ragnarsson og Viktor Máni Pálmason. Varamenn voru Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Sveinn Ingi Guðjónsson. Nemendur unglingadeildar fóru með rútu á keppnina ásamt kennurum sínum og studdu liðið. Það fór svo að liðið lenti í 3. sæti af þeim 8 liðum sem kepptu í riðlinum. Glæsilegur árangur hjá okkar nemendum og sjá má myndir frá keppninni hér fyrir neðan: