28.04.2014
Dagana 25 mars -10 apríl tók 5. bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í söfnuninni,“Börn hjálpa
börnum“en það er söfnun sem 5. bekkur tekur þátt í ár hvert og er á vegum ABC barnahjálp.
Krakkarnir voru einstaklega dugleg og söfnuðu þau hvorki meira né minna en 195.805 krónum.
Enn ánægjulegra er að þetta er hugsanlega met frá upphafi söfnunar hjá ABC þ.e. að hvert barn
í 5.bekk safnaði 12.230 kr!!
Það var mikið á sig lagt og baukarnir fylltir af mikilli elju.
5.bekkur þakkar öllum þeim sem tóku vel á móti þeim þegar bankað var á hurð þeirra og
beðið var um aðstoð til hjálpar bágstöddum börnum úti í heimi.
Bestu þakkir