Blár dagur 9.apríl - Blár apríl 2021

Alþjóðlegur dagur einhverfu, var 2. apríl. Við í Grunnskóla Fjallabyggðar ætlum að fagna fjölbreytileikanum (eins og við gerum á hverjum degi) en þann 9.apríl er BLÁR dagur hjá nemendum og starfsfólki. Þessi dagur fer í umræðu og fræðslu á einhverfu. 

Einhverfa á sér ýmsar birtingarmyndir og getur haft áhrif á færni til náms og samskipta.
Við gerum alls konar í apríl til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófi. Á bláa daginn, sem er 9. apríl að þessu sinni, klæðumst við bláu og fögnum fjölbreytileikanum með einhverfu snillingunum okkar.

Hér má sjá nokkur fræðslumyndbönd sem við ætlum að kynna okkur:

María útskýrir einhverfu

Dagur útskýrir einhverfu

Myndbönd með ensku tali:

There is all kinds of autism

It's the whole spectrum