Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 19.nóvember héldum við upp á Dag íslenskrar tungu sem er 16.nóvember. Þar sem við vorum upptekin við að taka þátt í Barnamenningarhátíð Fjallabyggðar þann dag. 

1.-5.bekkur komu saman í sal við Norðurgötu. Þar voru allir bekkir með atriði.

1.bekkur flutti Heiðlóukvæði - texti Jónas Hallgrímsson

2.bekkur flutti Í Hlíðarendakoti - texti Þorsteinn Erlingsson

3.bekkur flutti Sprettur - texti Hannes Hafsteinn

4.bekkur flutti Hver á sér fegra föðurland - texti skáldkonan Hulda

5.bekkur flutti Snati og Óli - texti Þorsteinn Erlingsson

Smelltu hér til þess að sjá myndskeiðið