Dagur læsis

 

Þann 8. september var alþjóðlegur Dagur læsis. Þá var lestri gert hátt undir höfði hér hjá okkur í skólanum. Nemendur skólahúsanna voru með sameiginlega yndislestrarstund ásamt því að lesa úti, syngja og fleira skemmtilegt. Fjölbreytt verkefni voru unnin í bekkjum á yngsta stigi, umræða tekin um mikilvægi þess að lesa, vera dugleg að lesa heima og í skóla. Nemendur hófu lestur á framhaldssögu í nestistíma.