1. bekkur á Síldarminjasafninu

Það var fjör á síldarplaninu þegar 1. bekkur fór í heimsókn þangað í gær. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins komið og farþegum þess var boðið upp á síldarsöltun. Krakkarnir „krydduðu“ dagskrána með því að syngja fyrir hópinn. Það var auðvitað „ Austan kaldinn“ og „Síldarvalsinn“  sem varð fyrir valinu. Börnin horfðu á síldarsöltun og tóku meira að segja þátt í hringdansinum með hópnum. Þvílíkt fjör. Og góður endir á vinnunni með bókina "Saga úr síldarfirði".