Evrópukeppnin í fjármálalæsi - Alex og Isabella svöruðu 19 spurningum rétt af 21

Alex og Isabella
Alex og Isabella

Þriðjudaginn 10. maí fór fram lokakeppni Evrópukeppninnar í fjármálalæsi en það var 10. bekkur Grunnskóla Fjallabyggðar sem sigraði keppnina hérlendis og tók því þátt fyrir Íslands hönd. Skólinn tilnefndi tvo fulltrúa í Evrópukeppnina en það voru þau Alex Helgi Óskarsson og Isabella Ósk Stefánsdóttir. Evrópukeppnin fór fram á rafrænu formi og voru því þátttakendur víðsvegar í Evrópu að svara samtímis spurningum um fjármál. Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálaleikanna á Íslandi, kom og var á staðnum meðan nemendur tóku þátt.

Sigurlaug Ragna Guðnadóttir kennari sagði að  árangurinn hafa náðst með mikilli samheldni hópsins og hvatningu. „Nemendur voru tilbúnir að einhenda sér í verkefnið og vanda sig frekar en flýta sér. Það skiptir nefnilega máli að ýta ekki strax á hinn augljóslega svarmöguleika, heldur gefa sér tíma til að hugsa."

Nemendum okkar gekk mjög vel í keppninni og svöruðu 19 spurningum rétt af 21. Það dugði því miður ekki til að komast í verðlaunasæti en það var Noregur sem bar sigur úr býtum, Ítalía lenti í 2. sæti og Írland í 3. sæti. Engu að síður glæsilegur árangur hjá krökkunum og við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Fleiri myndir má sjá hér fyrir neðan: