16. maí - opið hús í grunnskólanum - allir velkomnir

Grunnskóli Fjallabyggðar
Grunnskóli Fjallabyggðar

 

Þann 16. maí næstkomandi verður opið hús hjá okkur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Við bjóðum gesti velkomna inn til okkar þar sem þeir geta fylgst með starfi og námi nemenda og séð hvað verið er að fást við.

Í Tjarnarstíg verður opið fyrir gesti frá 10:00-11:30 en í Norðurgötu frá kl. 10:00-12:00

 

Við verðum með heitt á könnunni og gestir geta gengið um og kíkt í skólastofur.