Kómedíuleikhúsið sýndi 1. -5. bekk sitt nýjasta verk

Leiksýningin Tindátarnir
Leiksýningin Tindátarnir

Í gær sýndi Kómedíuleikhúsið nemendum 1. - 5. bekkjar sitt nýjasta verk, TindátanaÞetta er spennandi skuggabrúðuleiksýning sem unnin er upp úr ljóðabálki Steins Steinarrs og talar sérlega vel inn í nútímann. Hér er ekki bara sagt frá því hve stríð eru tilgangslaus og miskunnarlaus. Heldur og hve einræði getur verið hættulegt og leitt af sér hörmungar svo miklar að úr verður styrjöld þar sem þúsundir, nei afsakið milljónir falla í valinn og halda á önnur svið. Flest þeirra saklausir borgarar. Rammi hf bauð upp á leiksýninguna. Nemendur voru mjög áhugasamir eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan: