Hvert ár skiptir máli!

Í gær tóku nemendur 9. bekkjar þátt í Forvarnardeginum en hann er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Nemendur ræddu nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp og hugmyndir sínar um samveru, íþrótta- og tómstundastarf og því að leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra.

Nemendur unnu í hópavinnu og skráðu hugmyndir sínar, síðan var svörum safnað saman til að finna samnefnara í umræðum þeirra. Þá gefst þeim kostur á að taka þátt í leik þar sem þeir vinna með þá þætti sem dregið geta úr áhættuhegðun.