Gjöf frá sveitafélaginu

Í tilefni af því að félagsmiðstöðin Neon vann hönnunarkeppnina Stíl 2018 afhenti sveitafélagið Grunnskólanum Overlock saumavél að gjöf. Gjöfin er þakklætisvottur fyrir  samstarf grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar í kringum hönnunarkeppnina Stíl en keppendur hafa aðgang að aðstöðu og búnaði skólans svo og aðstoð og ráðgjöf kennara.