Góðan daginn Bjarni

Þjóðleikhúsið bauð nemendum 9. og 10. bekkjar á leiksýninguna Góðan daginn faggi sem sýnd var í Tjarnarborg. Sýningin er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem Bjarni Snæbjörnsson, fertugur hommi, leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Sýningin er leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal um drauminn að tilheyra. Nemendur okkar höfðu gaman af og sköpuðust umræður um efni verksins í lok sýningarinnar. Grunnskóli Fjallabyggðar vill þakka Þjóðleikhúsinu fyrir frábæra leiksýningu og þá gagnlegu umræðu sem hún hafði í för með sér.

Fleiri myndir frá heimsókn Þjóðleikhússins má sjá hér fyrir neðan: