- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Skólahreysti var haldin í íþróttahöllinni á Akureyri í dag 30. apríl kl. 17 og var keppnin sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Keppendur okkar voru þau Mundína Ósk Þorgeirsdóttir (hreystigreip og armbeygjur), Silja Rún Þorvaldsdóttir (hraðabraut), Tómas Ingi Ragnarsson (hraðabraut) og Óðinn Arnar Jónsson (upphýfingar og dýfur). Varamenn voru Sverrir Freyr Lúðvíksson og Ásdís Ýr Kristinsdóttir. Nemendur unglingadeildar fóru með rútu á keppnina ásamt kennurum sínum og studdu liðið áfram. Keppnisliðið stóð sig frábærlega og endaði í 3. sæti.
Glæsilegur árangur hjá okkar nemendum!
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880