Heimsókn frá Smástrákum

Í morgun komu fulltrúar Smástráka, ungliðadeildar björgunarsveitarinnar, í skólann og kynntu starfið fyrir nemendum í 8. - 10. bekk. Nemendur tóku vel á móti fulltrúunum og af móttökunum að dæma má búast við að við sjáum einhverja nemendur okkar taka þátt í starfi sveitarinnar í vetur.