Hreystidagur yngra stigs

Hreystidagur hjá yngra stigi verður miðvikudaginn 26. janúar. Þann dag verður kennt skv. stundatöflu fram að löngufrímínútum og þá tekið nesti. Eftir það verður stefnan tekin upp í fjall og skíðað. Ólafsfirðingar fara á skíðasvæði Ólafsfjarðar og Siglfirðingar fara inn í Skarðsdal. Ef nemendur vilja ekki vera á skíðum þá er í boði að vera á þotu á Gullatúninu og á neðra svæðinu í Skarðsdal. Hádegismatur er kl. 12 og eftir það verður gripið í spil.