Krakkarnir í 1.-4. bekk tóku á dögunum þátt í verkefninu Jól í skókassa en það felst í því að gefa
fátækum börnum í Úkraínu jólapakka. Flest börn á Íslandi eiga nóg af leikföngum sem þau leika sér sjaldan
með og það voru aldeilis gjafmild börn sem pökkuðu eitthvað af dótinu sínu niður í skókassa, og settu með því
litabækur, tannbursta, sápur og margt fleira til að gleðja. Nemendur yngstu bekkjanna hafa tekið þátt í þessu verkefni undanfarin ár.
Nemendur 1. og 2. bekkjar á Siglufirði með jólapakkana

Hér er verið að ganga frá pökkunum til flutnings

Andrei Robert og Emil Guðberg sáu um að koma pökkunum í flutningabílinn